Við erum að skipuleggja sumarið 2020

Posted by Jon Axel Olafsson on

Allir þekkja það þegar vor er í lofti hvað það er gaman að að gera allt klárt fyrir sumarið.  Venjulega er förum við íslendingar út á stuttbuxunum þegar sólin fer að láta sjá sig í apríl/maí, sama hvað hitastigið er.  Okkur er eiginlega bara nokkuð sama hvað er heitt úti.  Við viljum bara fá sól og birtu.

Við JAX HANDVERK fólk, erum byrjuð að hugsa fyrir sumrinu og nú erum við að gera klárt.  VIð erum að hanna og skipueggja vorið og sumarið 2020.  VIð ætlum að bjóða vinum okkar upp á fleiri tegundir af útiborðum og settum auk þess að vera með amk tvær tegundir af útistólum líka.

Okkur finnst það skipta máli að vörurnar okkar hafi nokkra megin þætti: sterkar, fallegar og nánast viðhalds fríar.  Þetta er það sem við vinnum eftir á hverjum degi og höfum í huga fyrir okkar vini.

Einhver sagði við okkur, hvers vegna við biðum ekki upp á að fólk gæti forpantað fyrir 2020, og þá sérstaklega ef einhver vildi gefa JAX HANDVERK útisett í jólagjöf?

Okkur fannst það frábær hugmynd og nú er hægt að forpanta hjá okkur fyrir næsta vor á sérstöku verði til 1. mars.

Nú þegar eru komnar pantanir fyrir 2020 og verða fyrstu settin afhent í apríl 2020.

Við höfum líka uppfært vefinn okkar og nú er hægt að panta og ganga frá greiðslu í einni svipan.  Þetta eykur þægindi og öryggi fyrir alla.

Við hlökkum til að afhenda þér þín sumarhúsgögn á næsta ári og mundu....  10 sólardagar fylgja öllum útiborði og bekkjum frá okkur!

 

 


DEILANýrri →


Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published.