Olio Nitti kakan eftir Rúnar Pierre Heriveaux á Sjáland / Matur & Veislur

Posted by Jon Axel Olafsson on

Rúnar Pierre Heriveaux einn af yfirmatreiðslumönnum glæsilega veitingastaðarins Sjáland / Matur & Veislur er einn af þeim sem hefur verið að prófa olíuna okkar.

    

Hann sýnir hugmyndaflug, metnað og fagmennsku út í fingurgóma! Rúnar heldur öllum í eldhúsi Sjálands á tánum til að hafa hlutina í lagi. Rúnar hefur mikla reynslu af kokka keppnum hérlendis og erlendis ásamt því að hafa starfað á michelin stöðum víðast hvar í heiminum.

Olio Nitti Kaka

300g Olio Nitti Ólifuolía
420g Hvítt súkkulaði
400g Sykur
80g Invert sykur
50g Vatn
4g Salt
180g Hveiti
6stk Egg
Saxaðar Nitti Rosted Möndlur til skrauts.

Aðferð: Súkkulaðið brætt í skál yfir vatni, olive olían blönduð rólega við. Sykur, invert sykur, salt og vatn hitað upp að suðu svo olían bætt rólega út í. Egg bætt við pískuð við og svo hveiti.
Sett í bakka með smjörpappír og bakað á 140 gráður í 80mín.

DEILANýrri →