Sykurlausir Snickers Hollustubitar eftir Ágústu Johnson

Posted by Jon Axel Olafsson on

Ágústa Johnson er mikill sælkeri og kann að njóta lífsins lystisemda. Hún hugsar vel um sig og hvað hún lætur ofan í sig en án þess þó að fara út í öfgar.


Sykurlausir Snickers Hollustubitar
150g döðlur
100 g Olio Nitti hvítar möndlur og 6-7 stk í viðbót til skreytingar
3 msk hnetusmjör
2 tsk hlynsíróp eða Erythrol
1 msk kókosolía
60 g dökkt suðusúkkulaði
Aðferð
Setja í blandara döðlur og saxa vel niður.
Bæta við möndlum, hnetusmjöri og sætuefni.
Blanda vel saman, má vera gróft.
Setja í lítið ferkantað form sem klætt er með smjörpappír í botninn eða plasfilmu.
Þjappa vel í botninn svo myndist ca 1-2 cm lag. (fer eftir stærð formsins)
Kæla í ísskáp í 30 mín.
Bræða súkkulaði með kókosolíu.
Hella yfir og gjarnan hella yfir smá kurli af möndlunum og geyma aftur í kæli þar til súkkulaðið hefur harnað og þá má skera í bita.

    DEILA    ← Eldri Nýrri →