Valentínusar pasta með tómötum og basil

Posted by Jon Axel Olafsson on

Valentínusardagur er 14. febrúar í ár.  Dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda hjá íslendingum og margir gera sér dagamun til að halda upp á þennan ástríka dag. Svona fyrir þá sem eru að leita að hugmynd að unaðslega góðum og einföldum rétti til að framreiða fyrir ástina sína, þá er hér uppskrift af ekta ítölskum mat. Ítalar eru þekktir fyrir einfaldan og góðan mat og kunna svo sannarlega að njóta. Verði ykkur að góðu!

Hráefni

 • 4 bollar af Sgambaro Fusilli  pasta
 • 4 stórir niðurskornir tómatar
 • 3-4 hvítlauksrif, smátt skorin 
 • 1 bolli söxuð basilíka 
 • Kreystur safi úr einni sítrónu
 • 1 bolli Parmesan ostur
 • Hvítlaukssalt og pipar til að krydda með að smekk
 • Olio Nitti jómfrúarolia

Aðferð

 1. Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakkningu. 
 2. Hitið olíu á pönnu.
 3. Setjið niðurskorna tómata og hvítlauk á pönnuna.
 4. Eldið þar til mjúkt (ekki maukað) og takið þá af hellunni.
 5. Hellið vatninu af pastanu og setjið það aftur í pottinn.
 6. Setjið tómat/hvítlauksblönduna í pottinn með pastanu og bætið basil og ¼ bolla af parmesan ostinum, sítrónusafa út í og kryddið með hvítlaukssalti og pipar. Blandið varlega saman.
 7. Berið strax fram og stráið auka parmesan osti yfir.

DEILA← Eldri