Forsíða

JAX HANDVERK útisettin samanstanda af tveimur bekkjum og einu borði. Settin eru unnin úr húsþurrkaðri furu og fest saman á yfir 80 stöðum. Staðalútgáfa borðanna er 2,20m x 90cm.  Bekkirnir eru jafn langir og um 40cm breiðir.

Hvert sett er sérstaklega sett saman fyrir nýjan eiganda og tekur smíðin u.þ.b. tvær til þrjár vikur í framleiðslu. Settin eru ekki til á lager og einungis framleidd fyrir þá sem vilja eiga vandaða og handunna hluti. Stundum eru aðstæður þannig að mismunandi lengd, eða breidd passar betur en önnur og því getur nýr eigandi fengið settið sitt eins og best hentar.

Með hverju setti fylgja 10 sólardagar og óendanleg hamingja þeim til handa sem við borðin njóta.

----------

Borðstofuborð
Síðustu ár hefur Jón Axel „dundað“ í frítíma sínum við smíðar á útihúsgögnum fyrir vini og kunningja. Húsgögnin hafa notið mikilla vinsælda og útiborðin, til dæmis, runnið út eins og heitar lummur.

Í samvinnu við Vogue hefur Jón Axel bætt einstökum borðstofuborðum við vörulínu JAX Handverk. Borðin eru meðhöndluð sérstaklega, á „gamla mátann“, með sex umferðum af olíu sem gefa þeim sérstöðu og glæsileika. Engin tvö borð eru eins og hvert og eitt unnið samkvæmt pöntun. Borðin er hægt að fá í mismunandi stærðum.

Með hverju borði fylgir gleði og blessun fyrir alla þá sem við það eru og veiga sem á því er borið fram.

Sorry, there are no products matching your search.