BORÐSTOFUBORÐ

Síðustu ár hefur Jón Axel „dundað“ í frítíma sínum við smíðar á útihúsgögnum fyrir vini og kunningja. Húsgögnin hafa notið mikilla vinsælda og útiborðin, til dæmis, runnið út eins og heitar lummur.

Í samvinnu við Vogue hefur Jón Axel bætt einstökum borðstofuborðum við vörulínu JAX Handverk. Borðin eru meðhöndluð sérstaklega, á „gamla mátann“, með sex umferðum af olíu sem gefa þeim sérstöðu og glæsileika. Engin tvö borð eru eins og hvert og eitt unnið samkvæmt pöntun. Borðin er hægt að fá í mismunandi stærðum.

Með hverju borði fylgir gleði og blessun fyrir alla þá sem við það eru og veiga sem á því er borið fram.

Sorry, there are no products matching your search.