Olio Nitti Ólifuolía

OLIO NITTI - Ekta ítölsk ólívuolía loksins komin til Íslands

Í Puglia er mesta ólífuolíu framleiðsla Ítalíu. Þar er að finna allskyns framleiðendur og jafn margar framleiðsluaðferðir.  Þegar við bjuggum á Ítalíu s.l. vetur hittum við Nitti fjölskylduna fyrir algjöra tilviljun.

Þessi litla fallega fjölskylda á sitt eigið land í Puglia þar sem þau rækta ólifur og framleiða þaðan sína eigin ólifuolíu - Olio Nitti EVO.  Það þýðir að hún er lífræn og ekta ítölsk ólífuolía.

Fjölskyldan hefur framleitt ólifuolíu og möndlur í áratugi og hefur ávalt verið trú upphaflegu uppskriftinni og markmiðinu:  engin fjöldaframleiðsla og engin sjálfvirkni.  Bara eðal ólifuolía með miklu og góðu bragði.  Öll átöppun er gerð eins og í gamla daga; flösku fyrir flösku.  Fjölskyldan öll hjálpar til við merkingar og pökkun.

Við erum þakklát og heppin að geta boðið ykkur upp á mögulega bestu ólifuolíu í heimi.