OLIO NITTI - 750ML OGLIAROLA BARESE Ólífuolía - "Hvíta drottningin"
Við kynnum nýja drottningu í Olio Nitti línuna: Hvíta drottningin, 750 ml Olio Nitti OGLIAROLA BARESE, handverks olífuolía er einhver sú bragðbesta sem framleidd er á Ítalíu. Hún er bragðmikil og mjúk.gefur því góðan ítalskan keim á mat eða salöt. Drottningarflöskurnar eru það fallegasta sem þú hefur séð og ekki skemmir þetta ekta ítalska bragð, rétt eins og Ítalarnir vilja hafa það.
OGLIAROLA BARESE:
Mikið bragð, miðlungs ávaxtaríkt og með ákveðnum jurtatengingum. Blanda af beiskju og kryddi í góðu jafnvægi. Þessi kemur í hvítri flösku til aðgreiningar.
Nitti fjölskyldan í Bari, framleiðir olíuna samkvæmt gamalli aðferð fjölskyldunnar seemtryggir ávalt bestu gæði. Engar vélar eða færibönd koma nærri framleiðslunni. Allt er gert í höndunum, allt frá tínslu sjálfra ólifanna á þeirra eigin landareign og þangað til átöppun fer fram. Þetta er handverk sem kemur frá hjartanu.