UM OKKUR
Þegar við ferðuðumst um Puglía hérað, hittum við fjöldan allan af matvælaframleiðendum og bændum sem hafa haft viðurværi sitt af sölu afurða jarða þeirra í gegnum árin, stundum aldirnar. Þetta voru ólífuolíubændur, osta- og kjötframleiðendur og við heilluðumst að þessum litlu og sjálfstæðu fjölskyldum sem oftar en ekki komu vörum sínum á framfæri á mörkuðum eða með beinni sölu til íbúa borganna.
Við sneiddum framhjá stórum framleiðendum og leituðum uppi þessa litlu og góðu.
Þegar við komum heim langaði okkur að deila þessari reynslu með vinum okkar og þess vegna settum við upp þessa litlu verslun, þannig að þú getir fengið að upplifa það sama og við gerðum: finna perlurnar, sem sjaldan finnast í hillum stórmarkaðana.
Verði þér að góðu
Jón Axel og María