UM OKKUR

Við hjónin bjuggum í borginni Bari á suður Ítalíu veturinn 2019/20.  Bari er í Puglía, sem er helsta ólífuolíuhérað Ítalíu.  Við vorum svo heppinn að eignast marga vini í borginni sem svo sannarlega kenndu okkar að njóta alls þess besta sem hægt er að njóta á Ítalíu.

 

Þegar við ferðuðumst um Puglía hérað, hittum við fjöldan allan af matvælaframleiðendum og bændum sem hafa haft viðurværi sitt af sölu afurða jarða þeirra í gegnum árin, stundum aldirnar.  Þetta voru ólífuolíubændur, osta- og kjötframleiðendur og við heilluðumst að þessum litlu og sjálfstæðu fjölskyldum sem oftar en ekki komu vörum sínum á framfæri á mörkuðum eða með beinni sölu til íbúa borganna.

Við sneiddum framhjá stórum framleiðendum og leituðum uppi þessa litlu og góðu.

Þegar við komum heim langaði okkur að deila þessari reynslu með vinum okkar og þess vegna settum við upp þessa litlu verslun, þannig að þú getir fengið að upplifa það sama og við gerðum: finna perlurnar, sem sjaldan finnast í hillum stórmarkaðana.

Verði þér að góðu 


Jón Axel og María

 

Plentuz  - Ólafsgeisli 41 - 113 Reykjavík - Ísland - jax@jax.is - 699 2000 - Kt. 570206 1840
Vsk Nr. 121463 - Banki 525 - 26 - 570206