MONOPOLI - Ekta Olio Nitti Barese og Coratina ólífuolía og Sgambaro pasta í vandaðri viðaröskju.
Glæsileg ítölsk Olio Nitti gjafaaskja sem inniheldur hágæða kaldhreinsaða og ósíaða Olio Nittti ólífuolíu, beint frá Nitti fjölskyldunni í Puglia. Olio Nitti ólífuolían er sérstök að því leiti að hún er fyllt á flöskur á landi fjölskyldunnar og ferðast því ekki á tankbílum í verksmiðjur. Olio Nitti ólífuolían er 100% ekta, enda bragðmikil og náttúruleg.
Askjan inniheldur einnig Sgambaro pasta hefur slegið í gegn á Íslandi. Það er framleitt á norður Ítalíu af vandvirkni og kostgæfni og þykir matarmikið og bragðgott. Sgambaro pasta er án eggja og framleitt úr ítölsku hveiti.
Askjan er handsmíðuð úr vönduðum eðalvið sem gerir gjöfina veglega í alla staði.
Innihald
- 1 x Kaldpressuð og ósíuð 750ml Olio Nitti Barese og Coratina ólífuolía
- 1 x Kaldpressuð og ósíuð 750ml Olio Nitti Coratina ólífuolía
- 1 x Ekta Sgambaro Nobilli 500gr spaghetti
- 2 x Ekta ítalskt Sgambaro 500gr pasta
OLIO NITTI ólífuolía er hrein náttúruafurð, ósíuð og beint frá bónda! Hún er rík af pólýfenól og einómettuðum fitusýrum.
HVÍTA FLASKAN - olía unnin úr OGLIAROLA ólífum
Mikið bragð, miðlungs ávaxtaríkt með ákveðnum jurtatengingum. Blanda af beiskju og kryddi í góðu jafnvægi.
SVARTA FLASKAN - olía unnin úr CORATINA ólífum
Ákaft bragð, svolítið beiskt og ávaxtaríkt. Rík af virka efninu oleuropein, náttúrulegum andoxunarefnum og fjölfenólum (polyphenol). Lágt sýrustig.
Nitti fjölskyldan í Bari, framleiðir olíuna samkvæmt gamalli aðferð fjölskyldunnar sem tryggir ávalt bestu gæði. Engar vélar eða færibönd koma nærri framleiðslunni. Allt er gert í höndunum, allt frá tínslu sjálfra ólifanna á þeirra eigin landareign og þangað til átöppun fer fram. Þetta er handverk sem kemur frá hjartanu.